Færsluflokkur: Bloggar

Lítið að gera á þingi!

Ég var í New York þegar lögleitt var vændi á Íslandi. Hvers vegna í öskupunum var það gert? Ég fékk mikið af spurningum og fólk þarlendis var undrandi yfir þessu. Ég var jafn undrandi og hafði engin svör. 

 Ég var líka jafn undrandi þegar stuðningsmaður frumvarpsins Kolbrún Halldórsdóttir kom fram á þingi með tillögu um mótvægsaðgerðir við þessar ólánsömu konur. Hvers lags tvískinnungur er þetta? Hafa alþingismenn lítið að gera? Það var lögleitt að konur vinni fyrir sér með vændi og þeir sem kaupa eru lögverndaðir. En pimparnir mega ekki gera út á Íslandi og þess vegna eru þeir erlendis með fjölskyldu kvennanna í gíslingu. Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir skipað í starfshóp alls 10 manns til að rannsaka málið. 

10 manns í nefnd í mótvægisaðgerðir sveiattan!  Hefði ekki verið nær að snúa sér að velferðarmálum hér heima? Leiðrétta kjör gamals fólks og öryrkja frekar en að standa í svona tvískinnungi?


Hvað eiga aðstoðarmenn þingmanna að gera í vinnunni?

Ég er á móti því að þingmenn fái aðstoðarmenn. Ef þingmenn geta eytt tug ára í þvarg um jafn sjálfsagðan hlut og Sundabraut og jafn augljóst þarfamál fyrir alla, peningarnir eru meira að segja til, þá hafa þeir greinilega of lítið að gera og þurfa því enga aðstoðarmenn. Aðstoðarmenn geta verið miklir áhrifavaldar og þá kusum við ekki á þing.


Um bloggið

Stefana Gunnlaug Karlsdóttir

Höfundur

Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
Fyrrverandi kaupmaður með ákveðnar skoðanir í pólítík með áhuga á þjóðmálum og hnattvæðingu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband